Austur-Evrópa !
29.9.2011 | 22:20
Ég er búin að vera að læra um austur-Evrópu í skólanum. Ég gerði glærur og var viðfangsefnið : Sankti Pétursborg, Volga, drakúla greifi, Úralfjöll og sígaunar.
Hér eru glærurnar mínar!
Bloggar | Breytt 5.10.2011 kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Náttúrufræði !
12.9.2011 | 11:51
Í náttúrufræði hef ég verið að læra að greina blóm. Ég byrjaði á að fara út með kennaranum og hópnum mínum í náttúrufræði. Þá áttum við að velja okkur plöntu sem við fórum með inn og greindum. Eftir að við vorum búin að greina plöntuna fór ég og pressaði hana. Fyrsta blómið sem ég valdi var Vallhumall. Svo gerði ég uppkast að texta sem innihéldi allar upplýsingarnar um vallhumallin. Svo hreinskrifaði ég textann í bókina og límdi plöntuna inn með bókaplasti. Svo fór ég út og valdi mér aðra plöntu sem ég gerði það sama við sú planta heitir Gulmaðra. Ég lærði margt nýtt t.d. að greina sem var stundum svolítið erfitt því að maður fann ekki alltaf upplýsingarnar. Annars gekk allt mjög vel og var þetta mjög skemmtilegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvalir!
23.5.2011 | 14:08
- Hvalir búa í öllum heimsins höfum.
- Hvalir eru spendýr með heitt blóð
- Steypireyður er stærsta dýr jarðar
- Steypireyður er a.m.k 120 tonn.
- Eru til tveir undirættbálkar sem eru tannhvalir og skíðishvali.
- Þeir eru með blástursop á höfði sem þeir nota til að anda.
- Hvalir voru eitt sinn klaufdýr en eru það ekki en í dag.
- Hvalir hafa lélega sjón en mjög góða heyrn.
- Karldýrið heitir tarfur, kvendýrið kýr og afkvæmið kálfur.
- Þegar kvendýrið eignast kálf þá keflir hún.
- Framlimir hvala heita bægsli og eru þeir með sporð.
- Búrhvalir geta kafað í 60 mínútur.
- Á tungu steypireyðar geta um 50 manns staðið.
- Steypireyðurin er stærstur en hnísan minnst.
- Skíðishvalir eru ekki með tennur, þeir eru í staðin með hornblöð í efri góm.
- Þessi hornblöð kallast skíði.
- Á skíðunum hanga tægjur og hár sem þeir nota til að sía fæðuna úr sjónum.
- Til eru 11 tegundir skíðishvala í heiminum.
- Tannhvalir eru mikið minni en skíðishvalir. Þeir eru með tennur.
- Til eru 80 tegundir tannhvala í heiminum.
- En 15 þeirra hafa sést við Ísland.
- Tannhvalir eru taldir nokkuð gáfaðir og nota þeir hljóðbylgjur til að finna fæðu.
Hér er myndband sem ég gerði í photostory
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eyjafjallajökull
20.5.2011 | 12:45
Á vorönn var ég að læra um eldfjöll í náttúrufræði. Ég fékk að velja mér eldfjall og ég valdi mér Eyjafjallajökul. Ég byrjaði á að skrifa upplýsingar í ramma sem ég fékk hjá kennaranum. Ég fékk upplýsingar úr hefti um eldfjallið mitt sem hún lét okkur einnig fá. Þegar ég var búin að finna allar upplýsingarnar sem ég ætlaði að nota úr heftinu þá fór ég í tölvur. Í tölvum byrjað ég á að finna fleiri upplýsingar um eldfjallið mitt. Svo byrjaði að pikka upplýsingarnar mínar inn í powerpoint. Þegar allur textinn var kominn inn þá fór ég að finna myndir sem að pössuðu við textann. Þegar allar myndir voru komnar inn þá fór ég að finna myndbönd sem ég vildi hafa með. Svo valdi ég þema. Þegar þetta allt var búið þá lét ég það inná slideshare.net. Þetta var mjög skemmtileg vinna.
Bloggar | Breytt 24.5.2011 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimildarritgerð
15.2.2011 | 10:45
Ég er búin að vera að læra um lífið á 13 öld í skólanum. Ég fór heim með bók sem heitir Gásagátan en hún er eftir Brynhildi Þórarinsdóttir. Ég fór svo að vinna að heimildarritgerð. Ég gerði litla miða og notaði Gásagátuna og Snorri Sturluson og lífið á miðöldum sem heimild. Á miðana skrifaði ég svo svör við spurningum 13 eins og t.d. Í hvernig fötum var fólkið. Þegar að ég var búin að svara öllum spurningunum fór ég í tölvur og skrifaði allt sem stóð á miðunum í Word. Þegar ég var búin að skrifa allt inn í tölvuna þá fór ég að finna myndir á google is og laga textann. Svo fór ég inn á box.net og stofnaði aðgang að því. Þegar það var búið þá lét ég heimildarritgerðina inná box.net.
Þetta var mjög skemmtileg vinna. Ég lærði margt á því að vinna að þessari ritgerð eins og að fólk hefur það miklu betra í dag en á þessum tíma þar sem að það er til svo mikið sem gerir lífið léttara og allir fá að fara í skóla. svo lærði ég margt fleira.
Hér er tengillin á heimildarritgerðina mína
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það mælti mín móðir
19.1.2011 | 09:23
Síðastliðnar vikur hef ég verið að gera íslenskuverkefni í photo story um ljóð sem Egill Skallagrímsson orti handa móður sinni þegar hann var fimm ára og var búin að drepa sinn fyrsta mann. Ég fór inn á google til að finna myndir og svo fengum við head phone og töluðum inná myndbandið. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt verkefni . Ljóðið heitir það mælti mín móðir.
Bloggar | Breytt 19.4.2011 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferð á slóðir Eglu í Borgarfirði
18.11.2010 | 11:48
Við byrjuðum á því að keyra í Borgarnes til að skoða sýningu sem er á Landnámssetrinu. Á sýningunni er sögð saga Egils en við gengum tvö og tvö
saman á milli og hlutuðum á allt sem tengdist sögunni. Á sýningunni eru m.a. stytta af Kveld-Úlfi og útskorinn ormur sem fylgdi okkur alla leiðina í gegnum safnið. Svo löbbuðum við að Brákarsundi og lásum á minnisvarða sem eru þar um atvikið sem gerðist þar þegar Skallagrímur elti Þorgerði Brák þegar hún skipti sér af við löbbuðum líka upp á hól sem er þar með styttu sem sumir fóru að klifra í. Svo fórum við aftur í rútuna og keyrðum að Skallagrímsgarði að sjá haug sem Skallagrímur og Böðvar voru heygðir með hesti sínum og fleiru sem þeir áttu. Við keyrðum svo að Borg á Mýrum en þar sem Egill Skallagrímsson bjó þegar hann var á lífi. Þar er fræg stytta sem heitir Sonartogrek sem er til minningar um son Egils. Margir fóru beint að klifra á henni en það mátti. Svo fórum við að skoða kirkjuna sem er þar og mér fannst hún mjög flott. Svo keyrðum við að Reykholti og fórum inn í nýju kirkjuna þar og Séra Geir Waage tók á móti okkur og sagði okkur frá tímanum þegar Snorri Sturluson bjó þar. Talið er að Snorri hafi skrifað sögu Egils. Við fórum svo út í gömlu kirkjuna og hún var mjög flott líka, svo fórum við út að leiði Snorra Sturlusonar og svo að Snorra-laug sem mér fannst mjög flott. Við fengum svo að fara inn í göngin sem eru þar en fórum síðan aftur uppí rútu og keyrðum í bæinn. Mér fannst mjög gaman í ferðinni. Mér fannst Reykholt og Snorra-laugin flottust. Mig hlakkar til að fræðast meira um þennan tíma.Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samfélagsfræði
19.10.2010 | 09:00
Á haustönn var ég læra um norðurlöndin. Ég fékk bók sem heitir Norðurlöndin og er með köflum um hvert og eitt norðurland og hefti sem var með verkefni um hvert og eitt land fyrir sig t.d. krossgátu og spurningar. þegar ég var búin að læra um þau öll og taka próf í þeim þá fórum ég í tölvur að gera glærukynningu inni á power point um eitt norðurland sem ég valdi mér ég valdi mér Danmörku. En það var í boði að skrifa um öll norðurlöndin sem eru Svíþjóð , Noregur , Danmörk , Finnland , Grænland , Álandseyjar og Færeyjar en það mátti ekki skrifa um Ísland þar sem við vitum svo mikið um landið okkar. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni.
Bloggar | Breytt 19.4.2011 kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)