Reykir !
22.11.2011 | 13:19
Vikuna 14-18 nóvember fór ég ásamt árgangi mínum á Reyki í Hrútafirði. Við gistum á Grund, strákar uppi og stelpur niðri. Skólinn sem við fórum með var Giljaskóli á Akureyri. Með mér í herbergi var Selma Kristín. Fögin sem við fórum í voru: Íþróttir, byggðasafn, stöðvaleik, undraheim auranna og náttúrufræði. Í íþróttum fórum við m.a. í fallhlífarleik, á byggðasafninu fengum við að smakka hákarl, í stöðvaleik skoðuðum við m.a. eftirlíkungu af exi sem notuð var við síðustu aftöku á Íslandi. í undraheim auranna fórum við í spil og í náttúrufræði fórum við í fjörunna. Svo var alltaf hlé á milli og máttum við þá gera margt m.a. chilla í herbergunum, undirbæua atriði fyrir kvöldvökuna, skrifa í dagbók og fara út í Bjarnaborg. Á kvöldinvökunni fórum við í allskonar leiki, sem margir voru mjög skemmtilegi eða að það voru söngatriði eða leikrit. Krakkarnir í Giljaskóla voru mjög skemmtilegir en því miður var þetta of stuttur tími til að það væri hægt að kynnast betur. Þetta var mjög skemmtileg ferð og vildi ég að við gætum farið aftur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.